Rannsóknarvinna í FAS

09.feb.2016

NemendurRANNSíðastliðna helgi voru átta nemendur í áfanganum Rannsóknaraðferðir félagsvísinda að vinna verkefni með kennara sínum. Þau lögðu fyrir símakönnun og hringdu á föstudag frá kl 17.00 – 22.00 og á laugardag frá kl 11.00 – 19.00 í fólk á úrtakslista.
Verkefnið er samstarfsverkefni á milli FAS og Háskólasetursins þar sem heimamenn voru spurðir um viðhorf þeirra til ferðaþjónustu og ferðamanna. Í úrtakinu voru 250 manns sem tekið var úr Sindraskránni og var svörunin 70%.
Þessi rannsókn er framkvæmd á hverju ári í áfanganum og er stefnt á að nota niðurstöður til að bera saman viðhorf á milli ára.
Næstu skref hópsins er að setja gögn inn í töflureikni (exel) og vinna úr niðurstöðunum. Stefnt er að því að gera niðurstöður og hrágögn aðgengileg á netinu.
Það er frábært fyrir skólann að fá tækifæri til að starfa með stofnunum í samfélaginu.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...